Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 25, 2004

Vikan

Sælt verið fólkið,

Jæja þá er vikan liðinn og mín fyrsta vika í skólanum gekk bara mjög vel. Ég held þetta verði bara mjög gaman. Ég er með 25.manns í bekk og lítur út fyrir að vera bara mjög skemmtilegur. Síðan virðist námið einnig vera mjög spennandi. Svo ég hef voðalega lítið gert annað en að vera reyna ná áttum í þessu öllu saman. Núna um helgina fór að mestu leiti í að lesa en að vísu fórum við Regína niðrí bæ í gær og fengum okkur Kaffibolla. Síðan eru gestirnir okkar seinustu vikurnar fluttir út, jú það er auðvitað verið að tala um Rögnu (litlu systir Regínu) og Sindra sem fengu afhent sína íbúð seinasta föstudag. Annars gerðist voðalega lítið annað marktækt í þessari viku.
Bið að heilsa í bili,
Björn lesari

september 21, 2004

Gleðifréttir

Sælt verið fólkið,

Fyrst vill ég þakka öllum fyrir sem skrifuðu í gestabókina. Það var mjög gaman að heyra í ykkur öllum og endilega sendið mér svona fleiri kveðjur(gaman gaman). Ja annars er kallinn nú mjög hress þessa stundina. Ég var að komast inní skóla hér í Århus. Hann heitir Köbmandsskolen. Ég komst í nám sem heitir "Market Economist". Ég byrjaði í gær og lýst bara mjög vel á þetta. Þetta verður mjög erfitt hjá mér því ég þarf að vinna upp þriggja vikna vinnu í skólanum og síðan er ég í fjarnámi frá íslandi. Skólinn er alveg í glænýju húsi lengst í burtu. Ég er allveganna 20 mín að hjóla. Ég vona að ég verði duglegur að hjóla en samt er strætó hér rétt hjá. Að vísu ef fólk þekkir mig þá veit það að ég er ekkert mjög hliðhollur strætóum. En þegar maður hefur ekkert val þá er þetta bara svona. Það er nú saga að segja frá því hvernig ég komst inní skólann. Alltaf þarf maður einhverja klíku til þess að þetta gangi allt upp. Ég hitti nefnilega ísl. dreng ágætan sem spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði fátt en sagði að ég hefði ætlað að komast hér í skóla en það hefði ekki gengið. Heyrðu það var ekki að spyrja að því hann reddaði mér bara inn. Hann er nefnilega þarna í námi og þekkti mann sem þekkti mann sem jú að vísu þekkti svo mann. Svona er þetta. Jæja ég ætla allaveganna að reyna við þetta og svitna aðeins.
Ég gleymdi að vísu einu veðrið hérna seinustu tvo daga er ekkert búið að vera upp á marga fiska. Rigning Rigning og 15.gráður. Hef séð það betra:(

Með kveðju,
Björn lærari

september 17, 2004

Léttari

Sælt verið fólkið.

Jæja ég ætla fyrst að fara yfir staðreyndir dagsins. Hitastigið er °17 gráður og skýað. Já þetta er bara alveg ágætis sumar veður............(á Íslandi(he he)). Allaveganna nú er maður búinn að vera taka á því undanfarið. Búinn að hjóla nokkra kíló á dag. Síðan auðvitað toppaði ég þetta allt saman í gær með því að fara hjóla á fótboltaæfingu hjá SF. helku. Auðvitað var tekið á því eins og austfirsku trölli ber að gera. (http://www.sfhekla.dk). Ég verð að segja það ég hef verið í betra formi en hvað getur maður sagt. ÉG Fór þó. Þetta eru bara helvíti fínir strákar. Það auðvitað gladdi litla björns hjarta að einn mætti með kassa af bjór og allar fengu sér orkudrykk að lokum. Hvað getur maður sagt, íslendingar klikka ekki. Heyrði af því að það hefði verið skýta veður í gær á því gamla ylhýra. Maður saknar auðvitað geta ekki tekist á við vindin í sýnum fegurstu kviðum. Jæja nóg með þetta bull.

Með kveðju
Björn léttur sprettur.

september 15, 2004

Fótbolti

Sæl verið þið.

Í gær fórum við Sindri að horfa á fótboltaleik með SF heklu sem er lið skipað einungis íslendingum. Þeir unnu 3-1. Svo okkur leist bara ágætlega á þetta. Okkur var að sjálfsögðu boðið að vera með í þessum félagsskap. Svo við ætlum að mæta á fyrstu æfingu á morgun. Ein regla sem okkur fannst mjög góð í þessum félagsskap var það að alltaf eftir æfingu eða leik fær maður sér einn bjór. eða tvo eftir hvernig skapi maður er í eftir átökinn. Við erum svona tíu mín. að hjóla á staðinn svo það er fín upphitun fyrir æfingu. Síðan er ég byrjaður að skólast á fullu. Það gegnur bara ágætlega en þetta er nú allt að byrja. Annnars er búið að vera hálf leiðinlegt veður hérna undanfarna tvo daga. Þrumur og eldingar og síðan sól. Mjög skrítið.

Jæja gott í bili.
Björn Knattspyrnumaður.

september 12, 2004

Sunnudagseftirmiðdegi.

Sælt verið fólkið,

Síðast þegar ég bloggaði þá var það þrír tímar fyrir landsleik Íslands og Danmörku. Það gekk mjög vel eða þannig. Það var tap:( Annars var þetta ótrúlega skemmtilegt. Ég var alveg að finna spennunna sem fylgir svona leik. Eftir leik fengum við okkur nokkra öllara. Annars er þessi helgi búinn að vera svona frekar afslöppunar helgi. Að vísu fórum við í gær í BÍÓ. Það var að vísu mjög skemmtilegt. Það var hin nýútkomna Shrek 2. Það kom mér á óvært hvað bíóhúsið var gott. Það var að vísu eitt sem við Íslendingar mættu taka okkur til fyrirmyndar það var númeruð sæti. Síðan í morgun þegar við vöknuðum voru þrumur og eldingar í gangi. Mjög spennandi. Jæja þá er þetta gott í bili.

Með kveðju,
Björn Þruma.

september 10, 2004

Íslenskur Körfubolti

Sælt verið fólkið.

Í kvöld mun það gerast sem ég hefði haldið að gæti aldrei gerst. Jú jú það er komið að því Björn fer a á landsleik í Körfubolta(Danmörk-Ísland). Þetta er alveg ótrúlegt. Ég hef nú gert ýmislegt en aldrei þó farið á landsleik í körfubolta. Þetta segir kannski nokkuð um minn íþróttaáhuga ef ég fer á leik í körfubolta þá skal það vera landsleikur. Svo á eftir að koma í ljós hvernig mér mun líka þessi gjörningur. Allaveganna ég mun láta ykkur vita hvað mér finnst. Annars er ég bara búinn að sitja í sólinni í allan dag. kl 15:21 er ég búinn með þrjá sem mér finnst mjög gott. Að vísu er spáð rigningu á morgun og næstu daga. Vonandi mun sú spá ekki rætast. Síðan erum við að hugsa um að vera svolítið wild í kvöld og panta pízzu í fyrsta skiptið á danskri grundu. Það er spurning hvort hún verði með pepperóni og lauk eða skínku og ananas. Þið fáið líka að vita um það á morgun. Wá hvað dagurinn á morgun er orðinn spennandi.

Finnst ykkur ekki bloggið skemmtilegt "ha hum whá"

kær kveðja,
Björn Bauni.

september 08, 2004

Dönsk Kennitala

Hallo fólk.

Ja nú gekk það allt vel í dag, ég fékk mína dösku kennitölu. Þetta var alveg frábært, maður á bara ekki til orð yfir því hvað svona tölur geta glatt þetta litla hjarta. Auðvitað um leið og maður er kominn með svona vald þá fór maður og sótti um Bankareikning í himum fræga De Danske Bank. Síðan eiga eftir að fylgja þvílíkir stórsigrar hér á dönsku landi. Þeir sem vilja styðja mig endilega sendið mér póst og ég sendi ykkur nánari upplýsingar.:) Í dag var 22.stiga hiti ekki alveg eins heitt og í gær en samt mjjög gott.

Með gleði kveðju,
Björn kt.

september 07, 2004


Gítarkennsla í garðinum. Posted by Hello


Sindri og Björn  Posted by Hello

Fyrsti bloggdagurinn í Danmörku

Hæ hæ

Þá er ég kominn með grundvöll til þess að tjá tilfinningar og hugarangur mitt. Það er mín von og trú að þetta geti orðið mjög skemmtilegt. Í dag er 25.gráðu hiti og ég er búinn að hjóla í bæinn með miklum látum. Við Regína komum við á folksskrifstofen og það gekk mjög vel. Síðan fór Regína í skólan en ég fór niðrí miðbæ og var bara að væplast um. jæja þetta er gott í bili.

hilsen.
Björn hinn Danski.