Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 30, 2007

Laugardagar = Fótboltadagar

Sælt veri fólkið,

Við skelltum okkur til Norwich seinasta laugardag og sendum konurnar í búðir meðan við fórum á leik með Norwich gegn Southampton. Þar var hin fínasta stemming og gott veður. Leikurinn endaði með nokkuð örugglegum sigri Southampton. Við kallarnir allaveganna skemmtum okkur mjög vel. Núna verða ekki fleiri frídagar þangað til maður skilar ritgerðunum.
kallarnir

völlurinn

apríl 19, 2007

Áhugaverður fyrirlestur

Sælt veri fólkið,

Núna um daginn dró Regína mig á mjög áhugaverðan fyrirlestur þar sem hinn heimsfrægi sálfræðingur Philip G. Zimbardo var að halda fyrirlestur um nýja bók sem hann var að gefa út og fjallar þar á meðal um Abu Ghraib fangelsismálið í Bandaríkjunum þar sem hann var sérfræði vitni. Það var nefnilega þessi gæi sem framkvæmdi hina umdeildu Stanford Prison Experiment sem margir hafa heyrt um, en þar bjó hann til fangelsi í kjallara Stanford University og valdi 20 nemendur og skipti þeim í tvo hópa, 10 áttu að leika fangverði og 10 fanga. Þetta var allt gert sem raunverulegast og í stuttu máli sýndi rannsóknin það að nemendurnir sem voru fangaverðir fýluðu valdið sem þeir höfðu og töluðu látlaust niður til fanganna. Þessi rannsókn átti að taka 2 vikur en entist í 5 daga og fyrsti fanginn sprakk eftir 36 tíma. Það er hans skoðun að það fæðist engin góður eða vondur heldur er það aðstæðan sem hann er settur í sem gerir hann vondan eða góðan. Ágætis pæling en allaveganna ef einhver vill lesa meira um þetta þá skal hann klikka hér.

Annars erum við skötuhjúinn að fara í ferðalag um helgina, búin að leigja okkur bíl sem verður mjög áhugavert og ætlum að keyra til Bath.

Bið að heilsa,
Björn að fara keyra vinstra megin :(

apríl 06, 2007

Páskahelgin og messa

Great ST Mary´s Church
Sælt veri fólkið,

Jæja þá er nú komið að hinum árlegu páskum sem eru með svolítið öðru sniði hér í Englandi. Allaveganna vorum við skötuhjúin búin að kaupa vel inn fyrir helgina því einsog við eigum að venjast þá er allt lokað á föstudeginum langa. Við ákváðum því að fara í hjólarúnt og sjá svona hvernig þetta allt er hérna. Heyrðu okkur til mikillar undrunar var allt opið hér og þeir kalla föstudaginn langa "Good Friday". Í Biblíunni sem ég las þá var þetta enginn góður dagur, en ég veit ekki afhverju hann heitir það hér.

Þegar í bæinn var komið voru auðvitað allar kirkjur bæjarins opnar og við lentum í messu í Great St. Mary´s Church, sem var hálfnuð. Við laumuðum okkur þarna inn og við kláruðum að hlusta á ræðu biskupsins sem sagði okkur að við ættum ekki að hafa áhyggjur, því meirihlutinn af áhyggjum okkar snúast um eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Þannig að við ættum að láta Guð heilagann sjá um það. Auk þess kom það mér á óvært hvað kórinn var ótrúlega góður sem samanstóð af ungum piltum, stúlkum og fullorðnum. Að öðru leiti var þetta mjög hefðbundinn Föstudagur langi.

Með kveðju,
Björn Hildir