Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júlí 19, 2005

Seyðisfjörður

Sælt verið fólkið,

Bara láta vita að maður er á lífi. Er að vinna í Bæjarvinnunni hérna á seyðisfirði og sem þjónn á kvöldinn á Hótel Öldunni. Svo það er mikið búið að vera að gera. Síðan um seinustu helgi spiluðum við hérna í HildirHans. Það var hreint út sagt brjálað stuð. Annars er að fara á vagt núna á Hótelinu. Bið að heilsa í bili.

P.s. það eru myndir af Austur Evrópu á Myndir 2005.

júlí 05, 2005

Kominn Heim

Sæl veri þið.

Jæja nú er kallinn kominn heim eftir stórkostlega ferð. Ef fólk vill sjá ferðasögu endilega kíkið á síðunna hjá Regínu. Ferðin endaði á með miklum gleðifréttum að kallinn hafi náð prófinu með 8 í einkunn. Svo maður er bara í skýunum.

Hilsen,
Björn