Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

desember 15, 2004

Ritgerð

Halló gott fólk,

Jæja þá erum við alveg að klára ritgerðinna. Hún verður væntanlega kláruð á morgun. Síðan er það bara gamla góða Ísland sem kemur þar næst. Get ekki sagt annað en að maður sé farinn að hlakka til. Svo skoðið myndina fyrir neðan.

Jæja hef ekkert að segja meira í bili.

Björn


Báturinn sem við skoðuðum. Posted by Hello

desember 11, 2004

Vika í heimkomu.

Hej hej

Jæja þá komin enn ein helgin hér í Århus og við skötuhjúin erum hér að læra, að vísu er ég bara að gera verkefni en konan liggur sveitt að svara einni spurningu sem þarf að vera 12 bls á lengd. Ég gleymdi að segja ykkur frá því að einn félagi minn í skólanum fór til þýskalands og keypti öl fyrir mig. Heyrðu hann kom með 90 stk til baka á heilar kr. 990.-(ísl). Ég get lofað ykkur að ég hef aldrei haft svona mikinn bjór inná mínu heimili fyrr. Þetta sko bætti fyrir tjónið:( þarna um daginn.
Annars er mér farið að hlakka til næsta mánudags því þá vörum við félagarnir í skólanum til Fyn og skoðum við eitt af þessum skipum sem við erum að skrifa verkefnið um og hugsanlega fáum við kannski að smá túr með einum bátnum, það væri þá þessi Royal Denship. Allaveganna mun ég setja einhverjar myndir frá þessum túr í næstu viku. Síðan er alveg ótrúlega stutt þangað til að ég fer heim á klakann. Það verður nú gott að komast heim og fá smá Malt og Appelsín.

Hilsen
Björn

desember 05, 2004

Jólafest

hej hej

Jæja þá er maður búinn að fara á alvöru danskt jólafest. Ja ég verð bara að segja það að þeir kunna þetta alveg. Þetta var allaveganna mjög góður matur og mikil stemmning. Síðan var farið á skólaball í skólanum. Þar var hljómsveitinn Robbie að spila en það er coverband af Robbie Williams. Ja ég verð nú bara að segja það þeir voru mjög góðir en maður var nú orðinn pínu þreyttur að heyra lög eftir Robbie allt kvöldið. Síðan endaði kvöldið með 1 1/2 klukkustunda bið eftir leigubíl. Síðan var ég bara rólegur í gær og horfði á Zulu awards á TV2. Síðan í næstu viku er ég að byrja að skrifa Project B, þar sem við erum 6 í hóp og við munum skrifa um fyrirtæki sem heitir Royaldenship. Royaldenship. Kallinn sem á þetta fyrirtæki er fimmti ríkasti kallinn í danmörku og þetta fyrirtæki er svona hobbý fyrirtækið hans. Hann byrjaði á þessu vegna þess að hann hafði áhuga á skipum og vantaði eitt fyrir sig. Plúsinn við þetta allt saman er það að við fáum að skoða eitt svona skip. YES.

Hilsen.
Bjørnen