Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

desember 05, 2004

Jólafest

hej hej

Jæja þá er maður búinn að fara á alvöru danskt jólafest. Ja ég verð bara að segja það að þeir kunna þetta alveg. Þetta var allaveganna mjög góður matur og mikil stemmning. Síðan var farið á skólaball í skólanum. Þar var hljómsveitinn Robbie að spila en það er coverband af Robbie Williams. Ja ég verð nú bara að segja það þeir voru mjög góðir en maður var nú orðinn pínu þreyttur að heyra lög eftir Robbie allt kvöldið. Síðan endaði kvöldið með 1 1/2 klukkustunda bið eftir leigubíl. Síðan var ég bara rólegur í gær og horfði á Zulu awards á TV2. Síðan í næstu viku er ég að byrja að skrifa Project B, þar sem við erum 6 í hóp og við munum skrifa um fyrirtæki sem heitir Royaldenship. Royaldenship. Kallinn sem á þetta fyrirtæki er fimmti ríkasti kallinn í danmörku og þetta fyrirtæki er svona hobbý fyrirtækið hans. Hann byrjaði á þessu vegna þess að hann hafði áhuga á skipum og vantaði eitt fyrir sig. Plúsinn við þetta allt saman er það að við fáum að skoða eitt svona skip. YES.

Hilsen.
Bjørnen