Vetur
Komiði sæl.
Jæja þá er veturinn kominn hér í Danmörku. Seinustu þrjá daga hefur hitastigið farið undir 0 gráður. Svo þetta er allt byrjað. Ég auðvitað klæddi mig einsog ísl. karlmaður með húfu, trefil og prjónaða vettlinga, og lagði af stað í skólann. Ja það kom mér á óvart hvað margir voru illa klæddir og voru alveg að drepast úr kulda. Þeir virðast ekki kunna þetta að klæða sig almennilega. Annars er allt brjálað að gera hérna, er að fara í skyndipróf á morgun sem er ekkert athyglisvert nema fyrir þær sakir að það mun taka 6 tíma. Já takk fyrir. En held nú samt maður hafi þetta alveg. Maður má taka með sér öll gögn svo þetta ætti að hafast.
Síðan er mjög skemmtilegt hvað þeir gera mikið úr öllu sem tengist bjór. Þeir halda uppá þegar jólabjórinn kemur á markað. Það var þannig að fyrsti miðvikudagur í nóv, þá var jólabjórinn vígður. Það þýddi að allir fóru og fengu sér bjór og mikil hátíð allsstaðar. Síðan skilst mér að það hafi gerst fyrir þremur árum síðan að í einhverjum skóla sem hefur 1000 nemendur að enginn hafi mætt á fimmtudeginum og það hafi gerst á mjög mörgum öðrum stöðum líka. Þá sendu víst skólastjórar bréf til Carlsberg og Carlsberg breytti deginum yfir í föstudag. Ótrúlegt en svona eru Danir.
Með kveðju,
Björn