Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 11, 2004

Íslandsferð

Komiði sæl gott fólk.

Jæja þá er kallinn búinn að fara á klakann og glamra aðeins með strákunum. Þetta leit nú ekkert mjög vel út í fyrstu því þegar átti að lenda í Keflavík var þar brjálað veður en við lentum nú samt en vélarnar sem voru á eftir okkur fóru til Akureyrar og Egilstaða. Svo ég rétt slapp við það, síðan var brunað beint og spilað fyrir 350.manns í glænýjum sal í Grafarholti. Það var alveg stormandi lukka með þetta hjá okkur en svo ákváðum við félagarnir að enda kvöldið á BSÍ með eina pylsu í hönd. Úff hvað var gott að fá ísl. pylsu. Það er skrýtið hvað maður saknar þegar maður flytur erlendis. Síðan var laugardagurinn mjög afslappaður, byrjaði með sundi í laugardalslauginni og síðan fór ég í heimsókn til "frænda" míns Jónasar sem var að eignast lítinn fallegan dreng. Eftir það lá leiðinn til Keflavíkur þar sem við áttum að spila á Kaffi Duus. Það var frekar rólegt en allir skemmtu sér vel. Allaveganna skemmtum við okkur vel og það var mikið hlegið. Sunnudagurinn var ferðadagurinn mikli að vísu var þetta ótrúlega flótt að líða. Ja ég get ekki sagt annað enn þessi ferð hafi verið mjög vel heppnuð og ég vill þakka félögum mínum Júlla og Kára skemmtilegar stundir.

Venlig Hilsen
Björn á ferð og flugi