Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 03, 2004

Partý og margt fleira.

Sælt verið fólkið.

Jæja nú er vikan liðinn og ágætlega viðburðarrík. Fyrst get ég sagt að veðrið seinustu viku er bara búið að vera mjög gott. 15° gráður og sól. Annars verður svolítið kalt á kvöldin hérna. Jæja þá er búið að tala um veðrið. Við skötuhjúinn fréttum af því að það væru ísl. dagar í einu af kvikmyndahúsunum hér í bæ. Þar var verið að sína fjórar ísl. kvikmyndir sem voru Mávahlátur,Dansinn,Nói Albinói og Kaldaljós. Ég var auðvitað mjög spenntur og vildi endilega fara og sjá Kaldaljós því ég hafði ekki ennþá séð hana. Það er eiginlega skömm að segja frá því því hún er öll tekinn upp í mínum ástkæra heimabæ SEYÐISFIRÐI. Heyrðu við mættum og þá kemur það í ljós að þeir klikkuðu heima á ísl. og sendu ótextaða mynd út. Svo hún var ekki Sýnd. Ég var mjög svekktur og bað bara um að sjá hana ótextaða, Nei því miður svo þannig fór nú það.
Ég fór í mitt fyrsta bekkjarpartý seinasta föstudagskvöld. Heyrðu þetta er bara mjög skemmtilegur hópur. Við fórum og til Mæju(dönsk) og þar var mikið hlegið og mikið talað. Maður reyndi svona að taka þátt í þessu öllu saman og ég held það hafi bara gengið vel. Síðan var farið á skólaball í skólanum og þar var búið að breyta mötuneyti skólans í mjög góðan næturklúbb. Þetta endar allt hérna á siðlegum tímum kl:01:00. Svo maður bara dreif sig í rúmið. Regína fór líka út þetta kvöld á skólaball með einhverri hljómsveit sem spilaði bara Elvis lög og ekki nóg með það heldur var söngvarinn Indverskur. Ekki alveg að virka sagði hún sem ég skil mjög vel.

Jæja bið að heilsa á Klakann.
Björn Kaldi