Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 08, 2004

Dönsk Kennitala

Hallo fólk.

Ja nú gekk það allt vel í dag, ég fékk mína dösku kennitölu. Þetta var alveg frábært, maður á bara ekki til orð yfir því hvað svona tölur geta glatt þetta litla hjarta. Auðvitað um leið og maður er kominn með svona vald þá fór maður og sótti um Bankareikning í himum fræga De Danske Bank. Síðan eiga eftir að fylgja þvílíkir stórsigrar hér á dönsku landi. Þeir sem vilja styðja mig endilega sendið mér póst og ég sendi ykkur nánari upplýsingar.:) Í dag var 22.stiga hiti ekki alveg eins heitt og í gær en samt mjjög gott.

Með gleði kveðju,
Björn kt.