Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 21, 2004

Gleðifréttir

Sælt verið fólkið,

Fyrst vill ég þakka öllum fyrir sem skrifuðu í gestabókina. Það var mjög gaman að heyra í ykkur öllum og endilega sendið mér svona fleiri kveðjur(gaman gaman). Ja annars er kallinn nú mjög hress þessa stundina. Ég var að komast inní skóla hér í Århus. Hann heitir Köbmandsskolen. Ég komst í nám sem heitir "Market Economist". Ég byrjaði í gær og lýst bara mjög vel á þetta. Þetta verður mjög erfitt hjá mér því ég þarf að vinna upp þriggja vikna vinnu í skólanum og síðan er ég í fjarnámi frá íslandi. Skólinn er alveg í glænýju húsi lengst í burtu. Ég er allveganna 20 mín að hjóla. Ég vona að ég verði duglegur að hjóla en samt er strætó hér rétt hjá. Að vísu ef fólk þekkir mig þá veit það að ég er ekkert mjög hliðhollur strætóum. En þegar maður hefur ekkert val þá er þetta bara svona. Það er nú saga að segja frá því hvernig ég komst inní skólann. Alltaf þarf maður einhverja klíku til þess að þetta gangi allt upp. Ég hitti nefnilega ísl. dreng ágætan sem spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði fátt en sagði að ég hefði ætlað að komast hér í skóla en það hefði ekki gengið. Heyrðu það var ekki að spyrja að því hann reddaði mér bara inn. Hann er nefnilega þarna í námi og þekkti mann sem þekkti mann sem jú að vísu þekkti svo mann. Svona er þetta. Jæja ég ætla allaveganna að reyna við þetta og svitna aðeins.
Ég gleymdi að vísu einu veðrið hérna seinustu tvo daga er ekkert búið að vera upp á marga fiska. Rigning Rigning og 15.gráður. Hef séð það betra:(

Með kveðju,
Björn lærari