Íslenskur Körfubolti
Sælt verið fólkið.
Í kvöld mun það gerast sem ég hefði haldið að gæti aldrei gerst. Jú jú það er komið að því Björn fer a á landsleik í Körfubolta(Danmörk-Ísland). Þetta er alveg ótrúlegt. Ég hef nú gert ýmislegt en aldrei þó farið á landsleik í körfubolta. Þetta segir kannski nokkuð um minn íþróttaáhuga ef ég fer á leik í körfubolta þá skal það vera landsleikur. Svo á eftir að koma í ljós hvernig mér mun líka þessi gjörningur. Allaveganna ég mun láta ykkur vita hvað mér finnst. Annars er ég bara búinn að sitja í sólinni í allan dag. kl 15:21 er ég búinn með þrjá sem mér finnst mjög gott. Að vísu er spáð rigningu á morgun og næstu daga. Vonandi mun sú spá ekki rætast. Síðan erum við að hugsa um að vera svolítið wild í kvöld og panta pízzu í fyrsta skiptið á danskri grundu. Það er spurning hvort hún verði með pepperóni og lauk eða skínku og ananas. Þið fáið líka að vita um það á morgun. Wá hvað dagurinn á morgun er orðinn spennandi.
Finnst ykkur ekki bloggið skemmtilegt "ha hum whá"
kær kveðja,
Björn Bauni.