Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 17, 2004

Léttari

Sælt verið fólkið.

Jæja ég ætla fyrst að fara yfir staðreyndir dagsins. Hitastigið er °17 gráður og skýað. Já þetta er bara alveg ágætis sumar veður............(á Íslandi(he he)). Allaveganna nú er maður búinn að vera taka á því undanfarið. Búinn að hjóla nokkra kíló á dag. Síðan auðvitað toppaði ég þetta allt saman í gær með því að fara hjóla á fótboltaæfingu hjá SF. helku. Auðvitað var tekið á því eins og austfirsku trölli ber að gera. (http://www.sfhekla.dk). Ég verð að segja það ég hef verið í betra formi en hvað getur maður sagt. ÉG Fór þó. Þetta eru bara helvíti fínir strákar. Það auðvitað gladdi litla björns hjarta að einn mætti með kassa af bjór og allar fengu sér orkudrykk að lokum. Hvað getur maður sagt, íslendingar klikka ekki. Heyrði af því að það hefði verið skýta veður í gær á því gamla ylhýra. Maður saknar auðvitað geta ekki tekist á við vindin í sýnum fegurstu kviðum. Jæja nóg með þetta bull.

Með kveðju
Björn léttur sprettur.