Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 15, 2004

Fótbolti

Sæl verið þið.

Í gær fórum við Sindri að horfa á fótboltaleik með SF heklu sem er lið skipað einungis íslendingum. Þeir unnu 3-1. Svo okkur leist bara ágætlega á þetta. Okkur var að sjálfsögðu boðið að vera með í þessum félagsskap. Svo við ætlum að mæta á fyrstu æfingu á morgun. Ein regla sem okkur fannst mjög góð í þessum félagsskap var það að alltaf eftir æfingu eða leik fær maður sér einn bjór. eða tvo eftir hvernig skapi maður er í eftir átökinn. Við erum svona tíu mín. að hjóla á staðinn svo það er fín upphitun fyrir æfingu. Síðan er ég byrjaður að skólast á fullu. Það gegnur bara ágætlega en þetta er nú allt að byrja. Annnars er búið að vera hálf leiðinlegt veður hérna undanfarna tvo daga. Þrumur og eldingar og síðan sól. Mjög skrítið.

Jæja gott í bili.
Björn Knattspyrnumaður.