Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 25, 2004

Vikan

Sælt verið fólkið,

Jæja þá er vikan liðinn og mín fyrsta vika í skólanum gekk bara mjög vel. Ég held þetta verði bara mjög gaman. Ég er með 25.manns í bekk og lítur út fyrir að vera bara mjög skemmtilegur. Síðan virðist námið einnig vera mjög spennandi. Svo ég hef voðalega lítið gert annað en að vera reyna ná áttum í þessu öllu saman. Núna um helgina fór að mestu leiti í að lesa en að vísu fórum við Regína niðrí bæ í gær og fengum okkur Kaffibolla. Síðan eru gestirnir okkar seinustu vikurnar fluttir út, jú það er auðvitað verið að tala um Rögnu (litlu systir Regínu) og Sindra sem fengu afhent sína íbúð seinasta föstudag. Annars gerðist voðalega lítið annað marktækt í þessari viku.
Bið að heilsa í bili,
Björn lesari