Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 15, 2004

Frívika

Sælt verið fólkið,

Nú fer frívikan að enda sem er í öllum háskólum hér í Danmörku. Hún er að vísu búin að vera mjög mikil lærdómsvika fyrir mér. Ég er búinn að þykjast vera rosalega duglegur að læra og síðan á milli hefur maður kíkt á kaffihús með sinni heittelskuðu. Svo þetta er bara búið að vera mjög fínt. Ótrúlegt hvað ein vika er fljót að líða. En í dag var ákveðið að þrífa kotið hátt og lágt og gekk það bara mjög vel. Í kvöld verður bara væntanlega fengið sér nokkra öllara og farið snemma í háttinn. Síðan á morgun er okkur boðið í matarboð hjá Gunnari og Erlu. Gunnar er bróðir Soffíu sem er kona Júlla spilabróðir.
Það má ekki gleyma að segja frá veðrinu hér í Danaveldi seinustu daga. Jú þetta er bara komið á íslenskan takt þar að segja 7-10 gráður og skýjað. Hvað getur maður sagt annað en að kallinn þekki þetta.

Björn í fríi eða þannig