Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 09, 2004

Köben

Sælt verið fólkið.

Ég fór til Köben seinasta miðvikudag að skoða fyrirtæki með bekknum mínum. Þetta var bara mjög skemmtileg ferð mikill gleði og mikið gaman. Við fórum í fyrirtæki sem framleiðir bara ruslafötur. Heyrðu þetta eru ekkert venjulegar ruslafötur sú ódýrasta var á 30.þús ísl og sú dýrasta var held ég um 200.þús.ísl. Þar vinna um 20.manns og er brjálað að gera. Nánari upplýsingar á www.vipp.dk Það er hægt að græða á öllu. Það er líka svolítið fyndið að fyrirtækið er staðsett á íslendinga bryggju við götu sem heitir Sturlagata. Já við íslendingar erum búnir að koma víða við. Síðan var farið á Design safnið í köben sem er eitthvað voðalega flott. Ég var nú ekkert alveg að fýla þetta en það var gaman að sjá það. Síðan fór fólk og fékk sér einn kaldan og haldið aftur á lestarstöðinna. Við tók 3.tíma heimferð sem byrjaði á lest síðan í rútu síðan í skip í klukkutíma síðan í rútu og svo vorum við kominn.

Kveðja,
Björn