Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 25, 2004

Partý

Hej Hej

Kallinn skellti sér í eitt bekkjarpartý seinustu helgi. Það var bara mjög fínt en ég hef áhyggjur að drykkju Danaveldis. Ég hélt að við værum slæmir í drykkjunni en viti menn ég held að Danir toppi þetta, ja allaveganna bekkjabræður mínir. Þetta byrjaði allt með því að fara á pöbbinn og horfa á Liverpool bursta Charlton (2-0). Jú það var bara eðlilegt tveir bjórar eða svo. Síðan byrjaði partýið þá voru settir á borðið 2 kassar af bjór, Wisky og 40% skot. Heyrðu þeir blanda wisky við Coke, ekki alveg að skilja. Sem betur fer var kallinn skynsamur og hélt sig bara við bjórinn. Já þeir kunna þetta. Þetta endaði nú allt samt mjög friðsamlega og maður fór auðvitað og fékk sér að borða einn Kebab.

Kveðja,
Björn