Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 31, 2004

Nóg að gera.

Komiði sæl.

Jæja þá er en ein vikan liðinn og nóvember að birtast. Ég ætla að fyrst að segja ykkur frá deginum í dag þegar við skötuhjúinn fórum á sýningu hér í Århus. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég er ekki mikill safn maður en þessi ferð í dag var mjög skemmtileg. Við fórum semsagt á Aros safnið sem er alveg glænýtt og kýktum á sýninguna hjá Ólafi Elíassyni. Heyrðu þetta var bara ótrúlega gaman. Þessi Ólafur hann er svolítið skrýtinn en það var mjög skemmtilegt að sjá þetta.
Annars er mjög skemmtileg vika framundan. Á morgun fer ég í heimsókn í eitt stræsta fyrirtæki Danmerkur en það er Danfoss. Ef þú lesandi góður lítur á ofninn þinn þá er hann mjög líklega frá Danfoss ef ekki láttu mig vita:). Við erum nefnilega að fara gera verkefni um Danfoss sem tekur alla næstu viku að gera. Nánari upplýsingar á Danfoss

Síðan tekur enn skemmtilegra við á næsta föstudag en þá ætlar kallinn að fara á gamla góða klakann. Jú jú ég er á leiðinni til Íslands að fara spila með mínum skemmtilegu spilabræðrum í HildirHans HildirHans. Við ætlum að spila föstudag og laugardag og síðan fer ég aftur til Danmerkur. Það verður gaman aðeins að glamra og bulla svolítið.

Með kveðju,
Björn Hildir