Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 24, 2004

Bjórferðin

Hej Hej,

Mig langar að segja ykkur frá smá sem gerðist í gær þegar við Regína fórum í búðina. Þetta var allt mjög eðlilega fram nema hvað ég ákvað að fara með gamla bjórkassann og fá nýjan í staðinn. Ekkert mál, bjórkassinn með 30 tómum flöskum var settur á bögglaberann og hann festur niður. Síðan var farið og keyptur nýr kassi með 30 stk af bjór og hann festur á hjólið. Nema hvað ég var kominn sirka 1/2 metra frá búðinni DETTUR KASSINN AF HJÓLINU:(:(:(:(:(:(((((( Ekki nóg með það HANN DETTUR AFTUR :(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(. 15 flöskur farnar á jörðina BROTNAR og síðan voru 15 flöskur í lagi. Tjónið er metið á kr. 350.- ísl. Þannig það var mikill sorgardagur í gær. Ég ælta reyna gleyma þessu sem fyrst en síðan ef maður hugsar hvað þetta hefði kostað heima ÚFFFFFFFF.

Björn í sorg.