Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 31, 2004


Á sýningu hjá Ólafi Elíassyni Posted by Hello

Nóg að gera.

Komiði sæl.

Jæja þá er en ein vikan liðinn og nóvember að birtast. Ég ætla að fyrst að segja ykkur frá deginum í dag þegar við skötuhjúinn fórum á sýningu hér í Århus. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég er ekki mikill safn maður en þessi ferð í dag var mjög skemmtileg. Við fórum semsagt á Aros safnið sem er alveg glænýtt og kýktum á sýninguna hjá Ólafi Elíassyni. Heyrðu þetta var bara ótrúlega gaman. Þessi Ólafur hann er svolítið skrýtinn en það var mjög skemmtilegt að sjá þetta.
Annars er mjög skemmtileg vika framundan. Á morgun fer ég í heimsókn í eitt stræsta fyrirtæki Danmerkur en það er Danfoss. Ef þú lesandi góður lítur á ofninn þinn þá er hann mjög líklega frá Danfoss ef ekki láttu mig vita:). Við erum nefnilega að fara gera verkefni um Danfoss sem tekur alla næstu viku að gera. Nánari upplýsingar á Danfoss

Síðan tekur enn skemmtilegra við á næsta föstudag en þá ætlar kallinn að fara á gamla góða klakann. Jú jú ég er á leiðinni til Íslands að fara spila með mínum skemmtilegu spilabræðrum í HildirHans HildirHans. Við ætlum að spila föstudag og laugardag og síðan fer ég aftur til Danmerkur. Það verður gaman aðeins að glamra og bulla svolítið.

Með kveðju,
Björn Hildir

október 25, 2004

Partý

Hej Hej

Kallinn skellti sér í eitt bekkjarpartý seinustu helgi. Það var bara mjög fínt en ég hef áhyggjur að drykkju Danaveldis. Ég hélt að við værum slæmir í drykkjunni en viti menn ég held að Danir toppi þetta, ja allaveganna bekkjabræður mínir. Þetta byrjaði allt með því að fara á pöbbinn og horfa á Liverpool bursta Charlton (2-0). Jú það var bara eðlilegt tveir bjórar eða svo. Síðan byrjaði partýið þá voru settir á borðið 2 kassar af bjór, Wisky og 40% skot. Heyrðu þeir blanda wisky við Coke, ekki alveg að skilja. Sem betur fer var kallinn skynsamur og hélt sig bara við bjórinn. Já þeir kunna þetta. Þetta endaði nú allt samt mjög friðsamlega og maður fór auðvitað og fékk sér að borða einn Kebab.

Kveðja,
Björn

október 20, 2004

Vetur

Góðan daginn,

Mér brá nú í brún þegar ég var í skólanum og kíkti á mbl.is og sá minn ástkæra bæ fullan af snjó. Já ég verð að segja það að maður hugsaði aðeins aftur í tímann þegar maður var að leika sér og renna sér á skíðum. Já það voru góðir tímar. En svona er lífið á Klakanum. Ég allaveganna hlakka til að sjá Danskan snjó. Kannski er hann eitthvað öðruvísi aldrei að vita.

Hilsen
Bjørn

október 15, 2004

Frívika

Sælt verið fólkið,

Nú fer frívikan að enda sem er í öllum háskólum hér í Danmörku. Hún er að vísu búin að vera mjög mikil lærdómsvika fyrir mér. Ég er búinn að þykjast vera rosalega duglegur að læra og síðan á milli hefur maður kíkt á kaffihús með sinni heittelskuðu. Svo þetta er bara búið að vera mjög fínt. Ótrúlegt hvað ein vika er fljót að líða. En í dag var ákveðið að þrífa kotið hátt og lágt og gekk það bara mjög vel. Í kvöld verður bara væntanlega fengið sér nokkra öllara og farið snemma í háttinn. Síðan á morgun er okkur boðið í matarboð hjá Gunnari og Erlu. Gunnar er bróðir Soffíu sem er kona Júlla spilabróðir.
Það má ekki gleyma að segja frá veðrinu hér í Danaveldi seinustu daga. Jú þetta er bara komið á íslenskan takt þar að segja 7-10 gráður og skýjað. Hvað getur maður sagt annað en að kallinn þekki þetta.

Björn í fríi eða þannig

október 11, 2004

Nýjar myndir

október 09, 2004

Köben

Sælt verið fólkið.

Ég fór til Köben seinasta miðvikudag að skoða fyrirtæki með bekknum mínum. Þetta var bara mjög skemmtileg ferð mikill gleði og mikið gaman. Við fórum í fyrirtæki sem framleiðir bara ruslafötur. Heyrðu þetta eru ekkert venjulegar ruslafötur sú ódýrasta var á 30.þús ísl og sú dýrasta var held ég um 200.þús.ísl. Þar vinna um 20.manns og er brjálað að gera. Nánari upplýsingar á www.vipp.dk Það er hægt að græða á öllu. Það er líka svolítið fyndið að fyrirtækið er staðsett á íslendinga bryggju við götu sem heitir Sturlagata. Já við íslendingar erum búnir að koma víða við. Síðan var farið á Design safnið í köben sem er eitthvað voðalega flott. Ég var nú ekkert alveg að fýla þetta en það var gaman að sjá það. Síðan fór fólk og fékk sér einn kaldan og haldið aftur á lestarstöðinna. Við tók 3.tíma heimferð sem byrjaði á lest síðan í rútu síðan í skip í klukkutíma síðan í rútu og svo vorum við kominn.

Kveðja,
Björn

október 03, 2004


Skólaballið Posted by Hello

Partý og margt fleira.

Sælt verið fólkið.

Jæja nú er vikan liðinn og ágætlega viðburðarrík. Fyrst get ég sagt að veðrið seinustu viku er bara búið að vera mjög gott. 15° gráður og sól. Annars verður svolítið kalt á kvöldin hérna. Jæja þá er búið að tala um veðrið. Við skötuhjúinn fréttum af því að það væru ísl. dagar í einu af kvikmyndahúsunum hér í bæ. Þar var verið að sína fjórar ísl. kvikmyndir sem voru Mávahlátur,Dansinn,Nói Albinói og Kaldaljós. Ég var auðvitað mjög spenntur og vildi endilega fara og sjá Kaldaljós því ég hafði ekki ennþá séð hana. Það er eiginlega skömm að segja frá því því hún er öll tekinn upp í mínum ástkæra heimabæ SEYÐISFIRÐI. Heyrðu við mættum og þá kemur það í ljós að þeir klikkuðu heima á ísl. og sendu ótextaða mynd út. Svo hún var ekki Sýnd. Ég var mjög svekktur og bað bara um að sjá hana ótextaða, Nei því miður svo þannig fór nú það.
Ég fór í mitt fyrsta bekkjarpartý seinasta föstudagskvöld. Heyrðu þetta er bara mjög skemmtilegur hópur. Við fórum og til Mæju(dönsk) og þar var mikið hlegið og mikið talað. Maður reyndi svona að taka þátt í þessu öllu saman og ég held það hafi bara gengið vel. Síðan var farið á skólaball í skólanum og þar var búið að breyta mötuneyti skólans í mjög góðan næturklúbb. Þetta endar allt hérna á siðlegum tímum kl:01:00. Svo maður bara dreif sig í rúmið. Regína fór líka út þetta kvöld á skólaball með einhverri hljómsveit sem spilaði bara Elvis lög og ekki nóg með það heldur var söngvarinn Indverskur. Ekki alveg að virka sagði hún sem ég skil mjög vel.

Jæja bið að heilsa á Klakann.
Björn Kaldi