Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

febrúar 28, 2006


Depeche Mode tónleikar  Posted by Picasa

Depeche Mode tónleikar

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er ár og öld síðan ég skrifaði seinast en það sem stendur uppúr er að sjálfsögðu tónleikarnir með Depeche mode. Síðan kom í heimsókn til okkar Rúnar einn sá harðasti Depeche mode aðdáandi á íslandi og gerði þetta að heljar skemmtilegri helgi. Mikið var gaman hlusta á þessa músík með 40 þúsund öðrum aðdáendum. Við fengum að vísu ekki bestu sætin en það skipti ekki neinu máli þegar tónleikarnir byrjuðu. Ég ákvað að senda eina mynd af tónleikunum.

Bið að heilsa í bili
Björn

febrúar 24, 2006


Stemmarinn í hámarki Posted by Picasa

febrúar 12, 2006


Valby vatn Posted by Picasa

Helgin og HildirHans

Sælt veri fólkið,

Þá er alveg ágætasta helgi liðin. Á fimmtudaginn kom Ásdís Rósa vinkona mín í heimsókn. Við náðum að fara og fá okkur kaffi og bjór og spjalla saman. Þetta var alveg rosalega gaman að hitta hana. Annars fór föstudagurinn í afslöppun að vísu var bókað gigg hjá hildirhans svo voru gleðifréttir. Nánar um það á HILDIRHANS . Síðan á laugardaginn fórum við skötuhjúinn í partý hjá Gunna og Ragnheiði. Í dag var gengið í kring um Valby vatnið sem er hér rétt hjá og það var algjör snilldar vetrarveður. Svo hljómandi góð helgi liðinn.

Hilsen,
Björn

febrúar 08, 2006


Þetta voru eitt af bestu tónleikum sem ég hef farið á. Snilld Posted by Picasa


Fór á tónleika með David Gray í gærkvöldi Posted by Picasa

febrúar 05, 2006

Allt vitlaust í danaveldi

Sælt veri fólkið,

Jæja nú fer maður að verða skíthræddur að ganga um götur Kaupmannahafnar. Einhvern veginn finnst manni ástandið orðið þannig að það sé ekki hægt að laga. Við skötuhjúin fylgdumst með umræðuþætti í sjónvarpinu núna áðan og þar náðist enginn niðurstaða. Síðan á laugardaginn fórum við með Björk á Jazzklúbb og þar keyrði framhjá frekar stór sendiferðabíll fullur af vopnuðum löggum. Svo einhvern veginn finnst manni að eitthvað liggi í loftinu. En maður veit aldrei, vonar það besta...

Hilsen,
Björn Hildir