Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

febrúar 05, 2006

Allt vitlaust í danaveldi

Sælt veri fólkið,

Jæja nú fer maður að verða skíthræddur að ganga um götur Kaupmannahafnar. Einhvern veginn finnst manni ástandið orðið þannig að það sé ekki hægt að laga. Við skötuhjúin fylgdumst með umræðuþætti í sjónvarpinu núna áðan og þar náðist enginn niðurstaða. Síðan á laugardaginn fórum við með Björk á Jazzklúbb og þar keyrði framhjá frekar stór sendiferðabíll fullur af vopnuðum löggum. Svo einhvern veginn finnst manni að eitthvað liggi í loftinu. En maður veit aldrei, vonar það besta...

Hilsen,
Björn Hildir