Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 20, 2005

Ógleymanleg reynsla.

Sælt veri fólkið!

Nú eigum við skötuhúin afmæli því við erum búinn að vera saman í sjö ár. En á föstudaginn þegar ég kom heim var Regína með gjöf handa mér. Gjöfin var gjafabréf á hárgreiðslustofu. Mér fannst nú fyrst að þetta væru einhver dulinn skilaboð að ég væri ekki nógu snyrtilegur. En allaveganna fór ég á staðinn í gær og var spenntur að sjá hvernig þetta yrði. Þegar ég gekk inn á stofunna þá fannst mér ég vera kominn 50 ár aftur í tímann. Þar voru allir hlutir að minnsta kosti fimmtíu ára gamlir og rakararnir í hvítum sloppum. Mér var boðið í setustofuna og þar fékk ég ískaldan bjór. Síðan þegar ég fór að kíkja á blöðinn þá voru bara bíla- og klámblöð í boði. Þá fyrst fór ég að fatta að þetta var nú enginn venjuleg stofa. Eftir það var mér boðið til sætis þar sem ég var spurður einfaldar spurningar. "Á ekki bara klippa stutt?". Ég svaraði því nú bara játandi og fékk annan bjór í staðinn. Þá byrjaði hann bara að klippa. Oftast þegar ég fer nú á hárgreiðslustofur þá er þvegið á manni hárið en nei ekki þarna. Þar var bara byrjað að klippa og síðan eftir það var manni þvegið um hárið. Eftir það fékk ég rakstur með alvöru hníf. Ég verð nú að viðurkenna að ég var örlítið hræddur að láta hann raka mig en kýldi á það. Eftir einn lítinn skurð var ég orðinn nýklipptur og rakaður og hálf fullur.
JA EF ÞETTA ER EKKI BESTA HÁRGREIÐSLUSTOFA SEM ÉG HEF FARIÐ Á ÞÁ VEIT ÉG EKKI HVAÐ!!

p.s. nýjar myndir hér