Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 21, 2005

Vetrarfrí

Sæl veri þið,

Jæja þá er vetrarfrí vikan að líða og skóli að byrja aftur eftir helgina. Oftast fara allir nú eitthvað en við skötuhjúinn ákváðum að vera bara heima og reyna vinna svolítið upp í lærdómnum. Það hefur gengið svona ágætlega með að vísu góðum hléum. Það er nefnilega stórt próf hjá mér í næstu viku sem væri allt í lagi að kíkja í bækur fyrir.Síðan er búið að vera kíkja út svona annars slagið einsog að fara í bíó og hlusta á live musík. Ég veit ekki hvað á að gera í kvöld en ég er allaveganna í ágætis bjór stuði svo maður veit aldrei.

Hilsen,
Björn