Íslandsferð
Sælt veri fólkið,
Jæja þá er íslandsferð liðinn sem gekk bara mjög vel. Var að vísu ansi strembinn á köflum en að öðruleiti mjög skemmtileg. Afmælið hjá tengdó var alveg ljómandi gott og þar var mikil gleði. Daginn eftir var einn sá lengsti sem ég hef upplifað að ég held. Hann byrjaði svona um tíuleitið með ljómandi góðum morgunmat hjá Tengdó. Síðan var slappað af framm til hálf fjögur en þá lögðum við skötuhjúinn á stað að róta síðan kvöldið áður. Eftir það var farið og fengið sér að éta og síðan um kvöldið brunuðum við strákarnir til Keflavíkur að spila. Það var bara helvíti gaman og mikið stuð og við spiluðum til kl 03:30 eftir það var farið að róta og síðan að BORÐA. Síðan kl 4:50 var ég mættur upp á völl og þar var gjörsamlega ENGINN á ferð. Þar settist ég niður og dottaði aðeins, en síðan heyrði ég einhvern að labba í stöðinni en var ekki bara kúreki þar að mæta í flug. Síðan sátum við ég og kúrekinn þarna í nokkrar mínútur saman þangað til það var byrjað að tékka inn kl 5:30. Eftir það tók við 9 tíma ferðalag til Århúsa.
Ég verð að viðurkenna að þetta tók pínu á enn ég fékk að sofa út daginn eftir:):)
Hilsen,
Björn Orkubolti