Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 06, 2005

Ekkert blogg

Sælt veri fólkið,

Mig langaði bara að segja ykkur það er ekkert í fréttum nema 20-25 stiga hiti og mikið um frí í skólanum. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað maður er að gera. :):):):)

Jú að vísu get ég sagt ykkur frá því að ég þarf væntanlega að fara í uppskurð á hnéi núna fljótlega. Eins og glöggir aðdáendur blogg síðu Hildirs muna þá slasaði hann sig í apríl síðastliðnum. Kallinn hefur ekkert verið að jafna sig á þessu svo hann skééélllti sér aftur til læknis og fékk þann dóm að hann þyrfti að fara í skurðaðgerð:(:(:(:( Svo því miður fáið þið ekki fleiri hlaupa myndir í bráð.

Hilsen,
Björn