Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

ágúst 29, 2005

Tutor

SÆlt verið fólkið,

Ég var í skemmtilegu verkefni núna í dag og síðan líka á morgun. Ég var nefnilega valinn til þess að verða Tutor fyrir nýju nemendurna sem voru að byrja í skólanum í dag. Við vorum sem sagt nokkur úr mínum bekk sem þurftum að aðstoða nemendur á fyrsta degi í skólanum. Það var auðvitað farið í leiki og drukkið smá bjór og dönum er von og vísa. Á morgun verður svo farið í einhvern garð þar sem að þjálfa fólk að vinna saman í hópum. Danir eru nefnilega mjög mikið fyrir hópvinnu. Ég held ég hafi gert eitt verkefni einn síðastliðinn vetur. Síðan er busaball á föstudaginn svo það er allt í gangi. Um helgina var að sjálfsögðu farið í bæinn út af Festuge sem stendur hér yfir um þessar stundir. Seinasta laugardag var Jonney Deluxe að spila sem var alveg ljómandi gott. Það var sungið hástöfum "Vi vill har mere" sem er eitt að fáum lögum sem ég þekki. Annars er festuge ótrúleg upplyfun, bjór,matur,bjór og klósett á hverju horni síðan eru þrjú stór tjöld þar sem alltaf er lifandi musik. Og auðvitað er listvitburðir af ýmsum toga í gangi allstaðar í kring.

Jæja bið að heilsa í bili
Björn