Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 12, 2005

Fréttir frá síðastliðnu vori.

Sælt veri fólkið,

Ég ætlaði alltaf að segja frá einum kennarnum mínum fyrir sumarfrí. Hún kenndi mér einn stuttan áfanga sem var eftir áramót. Nema hvað þá er þessi kennari að gera Docktors ritgerð í London um sem mér skillst einhverns konar "aðferðir í kennslufræðum". En það er allt gott og fínt nema hvað að síðan eftir áfangan vildi hún fá að tala við nokkra nemendur sem voru í áfanganum prívat, eitthvað sem hún ætlaði að nota í ritgerðinna sína. Auðvitað var ég nú valin og fór í svona viðtal. Hún byrjaði á að spyrja mig hvaða aðferðir ég notaði til þess að læra. Jú ég sagði að ég reyndi að lesa allt fyrir tímana en ég næði því ekki alltaf vegna þess að ég væri með Dyslexia(lesblinda). Þá kom STÓR svipur á hana og hún spurði "HVAÐ ER ÞAÐ". Ég átti ekki til orð að þessi kennari vissi ekki hvað lesblinda væri, svo ég reyndi að skýra út fyrir henni hvernig þetta virkaði og að endingu hjálpaði henni að stafa Dyslexia.
Já gott fólk það er alveg ótrúlegt að það eru ennþá til kennarar sem að vita ekki hvað Lesblinda er.

Hilsen
Björn lesblindur.