Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 27, 2005

Próf

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er sjö tíma prófi lokið en þetta próf var einskonar æfingapróf fyrir jólaprófið. Þetta gekk nú alveg ágætlega og maður er bara farinn að venjast þessu að sitja stöðugt fyrir framan tölvuna í sjö tíma. En á móti kemur að eftir svona próf getur maður voðalega lítið annað en rétt horft á sjónvarpið. Allaveganna það er ekki mikil orka í meira en það. Síðan eftir helgi þá er ég að fara til Köben til að fara á fund með fyrirtæki út af lokaverkefninu eftir áramót. Svo það verður fínt að kíkja aðeins á borgina.

Hilsen
Björn