Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 17, 2005

Læknaþjónusta Danmerkur

Komiði sæl.

Jæja þá ætla ég að segja ykkur frá læknaþjónustu dana. Málið er að ég meiddi mig í fótbolta síðastliðinn apríl. Þá fór ég til læknis og hann sagði mér að ég mætti ekki hlaupa í sex vikur síðan ef þetta væri ekki búið að lagast eftir þrjá mánuði ætti ég að kíkja aftur. Það var síðan þegar ég kom hérna út aftur í ágúst að ég ákvað á fara á fótbolta æfingu. Komst mjög flótlega að því að það væri ekki allt í lagi með hnéið. Svo aftur var farið til læknis, þá sagði hann að ég þyrfti að fara í skoðun á sjúkrahúsinu í Århús. Fljótlega eftir það fékk ég bréf að ég gæti komið í skoðun í jan 2006 til að ath hvort ég ætti að fara í aðgerð. Ég var nú ekki alveg nógu ánægður að bíða svo lengi svo ég óskaði eftir því fá að fara eitthvert annað sjúkrahús. Jú því var reddað svo við skötuhjúinn fórum í dag til Silkiborgar í þessa skemmtilegu skoðun. Það var tekið vel á móti okkur og spennan í hámarki því maður er orðinn pínu þreyttur á að geta ekki hlaupið einsog maður. Ég bjóst við að ég fengi niðurstöðu í þessu máli en NEI NEI, læknirinn strauk á mér lærið í fimm mín og sagði síðan"ja vi skal tage en billede af dit knæ". Ég hélt að það gæti gerst strax en NEI NEI ég þarf að fara í myndatöku í Århus í næstu viku, síðan fer ég aftur til Silkiborgar sem er klukkutíma frá Århús til þess að fá niðurstöðurnar. Eftir það kemur þá vonandi í ljós hvort ég þarf að fara í aðgerð eða ekki. Ja svo enn þarf ég að lifa við að fá ekki að hlaupa.

Hilsen,
Björn ja svona nokkuð ligeglad