Þýskaland og jólabjórinn
Komiði sæl,
Jæja þá er enn ein vikan líðinn og kallinn búinn að vera þykjast læra þessa vikunna. Vikan byrjaði á því að ég skrapp til Köben og fór á fund hjá fyrirtæki sem ég er hugsanlega að fara skrifa ritgerð fyrir. Fundurinn gekk mjög vel og það gæti svo farið að við skötuhjúinn værum að flytja til Köben. En þetta á nú allt eftir að koma í ljós. En síðan á föstudaginn var einn af hátíðisdögum dana en þá var fagnað að jólabjórinn væri kominn. Það er nefnilega kl 20:59 sem söluaðilar Tuborg geta byrjað að selja jólabjórinn. Ég að vísu náði ekki að taka þátt í þessu því ég og Þórður bekkjarbróðir skruppum til Þýskalands að kaupa jólainnkaupinn. Að vísu lentum við í skemmtilegu á leiðinni þegar við stoppuðum í sjoppu á hraðbrautinni þá voru þeir byrjaðir að selja jólaTuborgin en það má ekki. Svo við keyptum eina kippu og fórum fyrir utan staðinn og tókum mynd af bjórnum og staðnum. Síðan var stefnan að senda póst til Tuborg og láta vita af þessu, því við vorum búnir að heyra að það mætti ekki selja jólabjórinn fyrr en kl 20:59, og þeir sem gera það á undan missa leyfið að selja bjórinn. Við ákváðum svo að sleppa að senda bréfið og drukkum bara kippuna.:):):)
Hilsen,
Björn H.