Kominn heim
Sælt veri fólkið,
Þá er maður bara kominn heim í búðardalinn sinn. Það er alveg ljómandi gott að geta nú loksins skoðað moggan í rólegheitum á morgnana með gott kaffi við hlið sér. Einnig er ég búinn að stessa mig upp og fara einu sinni til Reykjavíkur. Það var stressað og fínt. Annars komu gleiðifréttir í gær því ég fékk einkunn úr erfiðasta prófinu sem er 8. Svo það varð mikill léttir og maður getur loksins farið að njóta jóla og öllu sem því fylgir. Við skötuhjúin ætlum að fara austur væntanlega á morgun ef veður og vindar leyfa.
Annars ætla ég að óska öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonandi næ ég að sjá ykkur öll.
Farvel,
Björn Dani