Próf og styrkur:)
Sælt veri fólkið,
Jæja þá er stóra prófið búið, en það var núna seinasta fimmtudag. Mér gekk svona ágætlega en var samt ekki alveg ánægður með mig. Að vísu byrjaði vikan mjög vel því þegar ég kom heim seinasta mánudag var bréf á borðinu til mín. Í því stoð að ég ætti að mæta í boð daginn eftir. Þá kom það í ljós að ég hefði veri valinn til þess að fá styrk að fara erlendis í lokaverkefninu mínu eftir áramót. Málið er nefnilega að fyrirtækið sem ég er að fara gera ritgerð fyrir er í köben, svo við skötuhjúinn erum að fara flytja í janúar. Ég var ekki alveg viss hvort ég væri að fá styrk til þess að flytja til köben eða hvað væri málið. En svo kom þetta allt í ljós og ég fékk sem segt styrk til þess að fara til Belgíu fyrir fyrirtækið í einhverja daga á næsta ári. Maður getur ekki annað sagt að þetta hafi glatt mann í miðjum próflestri, svo Belgía here I COME.;)