Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

desember 08, 2005

Tónleikar

Sælt veri fólkið,

Ég fór á ansi skemmtilega tónleika seinasta þriðjudagskvöld. Ekki var tónleikahúsið síðra en það var dómskrikjan hér í Århus. Tónleikarnir voru nefnilega Juleoratoriet Johanns Sebastian Bach. Á tónleikunum voru tveir kórar, einn karlakór og einn drengjakór. Síðan var lítil sinfóníuhljómsveit sem sándaði eins og hundrað manna hljómsveit í þessu stóra húsi. Ja ég verð nú bara að segja það að þetta var alveg frábær upplifun. Ég var ótrúlega ánægður með þetta og mæli með þessu fyrir alla.

Hilsen,
Björn Bach