Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 18, 2006

Flutt til köben

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður fluttur í litlu íbúðinna í köben og byrjaði í fyrirtækinu í dag. Þetta gekk allt saman mjög vel, er með mína eigin skrifstofu og get einbeit mér á fullu. Síðan komst ég að því að er um 50 mín á leiðinni í vinnunna. Síðan þegar ég kom heim fór ég að hjálpa Regínu að minnka eitthvað af þessum kössum og við náðum að gera ótrúlega mikið. Svo þetta er allt á réttri leið.

Hilsen,
Björn