Fyrsti dagurinn í köben
Sælt veri fólkið,
Jæja þá er maður búinn að upplifa aðeins köben, við fengum íbúðina á mánudaginn og á þriðjudaginn fór ég í fyrirtækið sem ég ætla skrifa ritgerð fyrir. Ég að vísu kunni bara eina leið og svo ég fór með strætó og þurfti síðan að taka annan á lestarstöðinni því það var eina leiðinn sem ég vissi um. Síðan á leiðinni þegar ég er að taka næsta strætó þá kemur einn maður og spyr mig hvar hann gæti tekið 6a, það gladdi mig mjög að það var eini strætóinn sem ég vissi um í Köben svo ég vísaði honum til vegar eins og innfæddur í þessa borg. Mér líst mjög vel á fyrirtækið og ég held að þetta verði bara mjög spennandi. Að vísu erum við skötuhjúinn hérna í Aarhus að pakka niður svo ég get ekki skrifað meira í bili.
Hilsen,
Björn