Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 23, 2006

Lestir og strætó

Sælt veri fólkið,

Jæja þá erum við skötuhjúinn búinn að vera í köben í viku og allt er að komast í eðlilegt form. NEMA strætó og lestir. Málið er nefnilega ég hef aldrei mætt á réttum tíma í vinnunna núna í heila viku. Þetta byrjaði fyrst á því að ég vissi ekki nákvæmlega hvar ég átti að fara út og svoleiðis og metið var að fara 9 stopp framhjá þar sem ég átti að fara út. Svo var ég loksins farinn að skilja þetta allt saman þá kemur snjór í köben. Það þýddi að næstu þrír dagar mætti ég of seint vegna umferðinn eða lestinn gekk allt of hægt. En það toppaði nú allt í morgun því ég var TVO TÍMA á leiðinni. Fyrst byrjaði ég á að bíða eftir lestinni og eftir 40 mín gafst ég upp, því komu alltaf tilkynningar "þessi lest kemur ekki en næsta er væntanleg" og svona gekk þetta endalaust. Svo ég fór og reyndi að taka strætó, ég náði strax í fyrsta strætóinn en síðan var næsti 20 mín og seinn. Það þýðir brjálaðislegur kuldi :(. Ég vona að dagurinn á morgun verði eitthvað betri.

Hilsen,
Björn hatar almenningssamgöngur