Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 27, 2005

Próf

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er sjö tíma prófi lokið en þetta próf var einskonar æfingapróf fyrir jólaprófið. Þetta gekk nú alveg ágætlega og maður er bara farinn að venjast þessu að sitja stöðugt fyrir framan tölvuna í sjö tíma. En á móti kemur að eftir svona próf getur maður voðalega lítið annað en rétt horft á sjónvarpið. Allaveganna það er ekki mikil orka í meira en það. Síðan eftir helgi þá er ég að fara til Köben til að fara á fund með fyrirtæki út af lokaverkefninu eftir áramót. Svo það verður fínt að kíkja aðeins á borgina.

Hilsen
Björn

október 21, 2005

Vetrarfrí

Sæl veri þið,

Jæja þá er vetrarfrí vikan að líða og skóli að byrja aftur eftir helgina. Oftast fara allir nú eitthvað en við skötuhjúinn ákváðum að vera bara heima og reyna vinna svolítið upp í lærdómnum. Það hefur gengið svona ágætlega með að vísu góðum hléum. Það er nefnilega stórt próf hjá mér í næstu viku sem væri allt í lagi að kíkja í bækur fyrir.Síðan er búið að vera kíkja út svona annars slagið einsog að fara í bíó og hlusta á live musík. Ég veit ekki hvað á að gera í kvöld en ég er allaveganna í ágætis bjór stuði svo maður veit aldrei.

Hilsen,
Björn

október 10, 2005

Giftingar og skilnaðir.

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er allt á fulla í ritgerðarvinnu. Við erum að skrifa ritgerð sem tengist Íslandi og þurftum að vita um mannfjölda og fleira sem tengdist íslandi. Síðan lentum við á skemmtilegum kafla varðandi giftingar og skilnaði. Þar kemur fram að á seinasta ári voru 1472 giftingar á íslandi. En það sem var ótrúlegt var það að sama ár voru um 1249 skilnaðir að borði og sæng. Bara svona gefa ykkur hugmynd hvað ef við ímyndum okkur að hvert og eitt brúðkaup kostar 500.000kr þá eru íslendingar að eyða 736.000.000.- í brúðkaup á ári hverju. Já það er ekki hægt að segja annað en að við gerum allt með stæl.

Hilsen,
Björn ekki enn giftur.

október 05, 2005

Í fasteignarhugleiðingum.

Ég var að skoða fasteignir og lenti á þessari fasteign.Smellið hér endilega lesið lýsingu.

Hilsen,
Björn