Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 18, 2007

Ritgerðarskil

Sælt veri fólkið,

Það var mikill léttir seinasta þriðjudag þegar ég skilaði inn ritgerðunum sem ég er búinn að vinna í seinustu sex vikurnar. Þá er bara eitt próf eftir sem er fjórða júní. Svo Bachelor gráðan er bara á næsta leiti (vonandi). Annars eru stífir heimsóknar tímar núna og framundan þ.e.a.s á næstu vikum kemur skemmtilegur hópur af góðum vinum og fjölskyldu í heimsókn. Annars er búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna undanfarið, rigning og 15 gráður. Sem var að vísu ágætt þegar maður þurfti að búa á bókasafninu allan daginn. Síðan erum við skötuhjúin farin að undirbúa væntanlegan flutning heim til okkar ástkæra lands og þessi þriggja ára útrás er að enda í bili.

Með kveðju,
Björn H Reynisson