Fjórða sæti og veikur
Sælt veri fólkið,
Jæja nú er nú kominn tími til að segja frá einhverju sem hefur verið að gerast eftir að við komum út. Fyrsti stóri hlutinn var að Regína skilaði ritgerðinni sem gladdi alla á heimilinu. Síðan fór ég til London með skólaliðinu að keppa í UBC leiknum í höfuðstöðvum Procter & Gamble in UK. Ég get lofað ykkur að hver einasti maður sem les þetta hefur notað vörur frá þeim. Það er eins og Gilette, Always, Duracell, Pringels, Head & Shoulders og Pampers svo eitthvað sé nefnt.
Í þessari heimsókn fékk ég að kynnast áhugaverðri leið til að finna út hvar á að staðsetja vörur í verslunum. Þannig er nefnilega má með vexti að eitt af aðalvandamálum Precter & Gamble er ákveða hvar vörurnar eiga að vera í búðum. Og þeir hafa fundið fljótvirka leið til að finna út úr þessu. Í staðin fyrir að gera tilraunir í mörgum mismunandi búðum ákváðu þeir að búa til virtual store. Þá gengur þú inní herbergi með gleraugu og hanska og ert bara kominn inn í næstu Teskó (verslun í UK) sem er á staðnum. Þar ferð þú í gegnum búðina og tekur þær vörur sem þér langar í. Þannig þurfa þeir ekki að gera tilraunir á staðnum. Allaveganna takið eftir hvar Gillette rakvélar eru í verslunni því það er búið að ákveða hvar þær eiga að vera,(sem er líklega nálægt kassanum).
Annars var keppnin mjög skemmtileg og við enduðum í fjórða sæti og vantaði bara 3000 pund til þess að vera í þriðja sæti. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu og við fimm frá Anglia Ruskin vorum bara mjög sátt með árangurinn hjá okkur. Þetta hjálpar víst rosalega þegar fólk er að sækja um vinnu hér í Englandi að hafa tekið þátt og komist í undanúrslit sem við náðum.
Síðan kom helgin með hinu hefðbunda að hitta vini okkar og borða með þeim hákarl og brennivín. Nei, við ákváðum að gefa þeim að smakka hvernig þetta bragaðist og það voru svona misjöfn viðbrögð en allavega kláraðist brennivínið frekar hratt en það kemur ekki á óvært ef danir eru annarsvegar. Síðan á sunnudag var hin hefðbundni fótbolti haldinn sem var jafn líflegur að vanda nema hann endaði í því að ég er búinn að liggja VEIKUR alla vikunna(en það er nú týpískt fyrir mig). Er nú allur að koma til og vonandi get ég haldið smá afmælisgleði fyrir mína heittelskuðu sem átti afmæli í gær.
Kveðja
Björn veikur