Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

desember 08, 2006

Komumst í Semi-final

Sælt veri fólkið.

Þær gleðifréttir komu í UBC leiknum hjá okkur að við förum áfram í Semi-final. Þá eru bara 52 háskólar eftir sem munu keppa í næstu umferð. Við förum til London og keppum í Procter & Gamble headquarters. Í okkar grúppu þar verða skólar frá Oxford Brooks, Sheffield, Warwick og fleiri stöðum. Þetta gæti bara orðið skemmtileg reynsla en þarna gengur leikurinn útá að hvert lið fær 45 mín til þess að koma með áætlun og fjárhagsplan. Þá gildir að grúppan virki vel.

Bið að heilsa
Björn