Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

ágúst 08, 2006

Vinna og vinna og Morrissey

Komiði Sæl,

Jæja seinustu vikur hafa verið í vinnunni. Það er bara búið að vera brjálað að gera og tíminn líður mjög fljótt. Annars er stefnan um næstu helgi að fara hitta mína heitt elskuðu Regínu og fara á tónleika með Kóngnum sjálfum MORRISSEY. Ég hef beðið eftir þessari stund síðan ég heyrði í honum fyrst árið 1989 og uppgvötaði hvers konar snilldingur hann er. Með uppáhalds riðmagítarleikara(johnny marr) minn sér við hlíð komu hvert snilldarverkið á eftir öðru.

Hann lengi lifi, húrra húrra húrrraaa:)

Bið að heilsa öllum í bili.
Björn Hildir