Gleði Dagur.
Sælt veri fólkið,
Dagurinn í gær verður einn af þeim eftirminnilegu á lífsleiðinni. Hann byrjaði mjög vel í 25 stiga hita og glaða sólkyni. Við skötuhjúinn fórum hérna í fallegan garð með teppi og þóttumst vera að læra. Síðan á leiðinni heim var svo fenginn sér Ítalskur ís. Ekki slæmt en það átti bara eftir að batna því þegar við komum heim fór ég og kíkti á póstinn minn. Þá hafði ég fengið póst að ég gæti keypt miða á Radiohead tónleika sem áttu að byrja tveimur tímum síðar í sal fimm mínútum frá þar sem við búum. Ég var nefnilega búinn að skrá mig á biðlista eftir miðum, því það var uppselt strax á fyrsta degi. VÁAAAA þessir tónleikar voru algör snilld, frábært sjóv og geðveikt prógram. Þetta var alveg frábært og Tom Yorke var í topp formi og hoppaði eins og vitleysingur á sviðinu. Takk fyrir mig Radiohead!!!
Hilsen
Björn