Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 06, 2006

Aðgerð í Silkiborg

Sælt veri fólkið,

Þá er ég loksins búinn að fara í aðgerðina á hnénu. Síðastliðinn mánudagur fór í ferðalag til Silkiborgar sem ég verð nú að segja einn af fallegri stöðum Danmerkur. Við Regína kíldum á þetta og ég skellti mér í aðgerð sem tókst bara ljómandi vel. Síðan vorum við Regína búinn að ákveða að fara heim aftur með lestinni en það var nú ekki samþykkt af sjúkrahúsinu svo við urðum að fara til Århusa og gista hjá Höllu og Rögnu. Það var síðan ákveðið bara að vera þar í tvo daga og fór bara ágætlega um okkur, síðan í gær fórum við með lest hingað til Köben. Ég verð nú samt að segja að ég er nú ekki alveg búinn að ná hækju tækninni svo þetta er allt pínu fyndið. Allaveganna litla íbúðin verður minn samastaður næstu daga.

Farvel
Björn