Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 11, 2006

Konan farinn

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er konan bara farinn frá mér en hún fór í gær. Ekki að vísu í bókstaflegri merkingu að ég held :/ nei allaveganna fór hún heim til íslands í dag og ætlar að vera þar í tvær vikur. Hún ætlar nefnilega reyna læra þar hjá mömmu og pabba hennar. Þetta átti að vísu ekki vera fyrr en í apríl en það sem gerðist í fyrradag var mér tilkynnt að það yrði að fresta aðgerðinni á hnénu á mér sem átti að gerast á þriðjudaginn. Hún átti nefnilega vera minn aðstoðarmaður í ferðinni til Silkiborgar. Vandamálið er að svefnlæknirinn er veikur svo það varð að fresta aðgerðinni. Ég skil ekki alveg er ekki hægt að gefa mér töfluna og þá er ég sofnaður. Ja svo virðist ekki vera svo ég fer ekki aðgerð fyrr en 3 apríl. Þetta er svosum ágætt en maður var bara búinn að undirbúa sig fyrir þetta og svo gerist ekkert. Allaveganna kallinn er einn í kotinu og æltar að reyna rokka eitthvað á meðan. Það er nefnilega bara 11 dagar í Amsterdam :)

Farvel,
Björn hin eini