Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 05, 2006

Veðurblíða

Sælt veri fólkið,

Mig langaði að lýsa fyrir ykkur þessari viku hérna í köben. Fyrsta sem er nú fréttnæmt er að ég er búinn að vera hjóla uppí vinnu sem eru 22 kílómetrar fram og tilbaka. Það byrjaði allt mjög vel ég lagði leiðina á minnið og komst beinustu leið uppí vinnu. Síðan á leiðinni heim var alveg viss hvert ég væri að fara en beygði inná vitlausa götu og ég síðan hólaði ég í 10. mín og fattaði á ég væri á rangri leið. Þessi hjólatúr stóð yfir í einn og hálfan tíma og varð aðeins lengri en ég ætlaði mér. Daginn eftir viltist ég á leiðinni uppí vinnu. En það sem bjargaði þessu öllu var að það voru 20 gráður og glaða sólskyn allan tíman. Þessi vika nefnilega er búinn að vera alveg frábær og í dag er 24 gráður og inni sit ég skrifa þetta blogg.´:(
Síðan fréttir hérna af Bárði og Ingiríði en þau eru bara farin. Ég veit ekki hvað gerðist en það verða enginn dúfu ungar hér í ár.

Hilsen,
Björn H.