Kominn til Islands
Sælt veri fólkid,
Jæja þá er maður kominn heim til Islands og alla leiðinna á Seyðisfjörð. Þegar komið var á Seyðisfjörð þá var Lunga hátíðin í fullum gangi og mikið stuð í fólki. Síðan klukkan 17:00 byrjuðu risa tónleikar með hljómsveitum einsog Fræ,Biggi í Maus, Gostdigital, Foreign Monkeys,og svo enduðu tónleikarnir með snilldar tónleikum hjá Ampop. Eftir það kom síðan stórhljómsveitinn Todmobile og hélt ball til kl 4:00 um nóttina. Ég heyrði að það hefðu verið seldir 1000 miðar á þetta allt saman sem verður að teljast mjög góður árangur. Það búa á Seyðisfirði um 740 að ég held.
Annars byrja ég að vinna í dag á hótel Öldunni sem þjónn.
Bið að heilsa,
Björn Hildir