Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 04, 2006

Ferðalag til Swiss eða næstum því

Sælt veri fólkið,

Síðastliðinn föstudag fór ég til Basel í Swiss til þess að skoða Endress+Hauser þar. Þessi ferð var mjög skemmtileg og gaman að skoða fyrirtækið. Ferðin byrjaði ekki vel því ég hafði bókað flugið á netinu og átti víst að fara og sækja miðan. Svo þegar ég kom á völlinn þá vildu hún ekki tékka mig inn en þetta reddaðist nú allt saman. Síðan þegar ég lenti á vellinum þá gat valið um þrjá mismunandi útganga sem voru Frakkland, Swiss og Þýskaland. Ég átti að fara út Frakklands megin og keyrði eina mínútu í Swiss og síðan var fyrirtækið í Rhein í Þýskalandi. Svo þetta var árangusrík ferð til þriggja landa.

Síðan voru aðrar gleðifréttir að fyrirtækið bauð mér vinnu nú í sumar við að leysa ákveðið verkefni fyrir þá. Þetta verður sjö vikna verkefni svo ég er mjög ánægður með þetta.

Hilsen,
Björn