Tónleikar
Sælt veri fólkið,
Nú fer mín Danmörku lífsreynsla að enda því núna í haust flytjum við til Englands. Ég ákvað við það tækifæri að rifja upp alla þá tónleika sem ég hef farið á þessum tveimur árum hér í Danaveldi. Þá hefst talningin, Saybia(DK), Eivör(FO), Mugison(IS), Teitur(FO), Jonny Deluxe(DK), Jolaorterium J.Bach í Dómkirkju Århusa með 40 manna drengjakór, Depenche mode(UK), David Gray(UK), Radiohead(UK), Carpark North(DK), Sugarbabes(UK), Artic Monkeys(UK), The Strokes(US), Franz Ferdinand(UK), Kaiser Chiefs(UK), hluta af Roger Waters(UK). Ég held ég sé ekki að gleyma neinu.
Hilsen,
Björn