Merkileg vika
Sælt veri fólkið,
Jæja þá er maður búinn með skólann hérna í Danmörku. Ég fór nefnilega á þriðjudaginn í að verja ritgerðina sem ég er búinn að vera vinna við. Þetta gekk alveg ótrúlega vel og eftir 45 spjall við prófdómaranna fékk ég einkunn sem er 9 :). Ekki hægt að segja annað en ég sé ánægður með þetta. Síðan hófst vinna daginn eftir svo það er búið að vera nóg að gera. Síðan í dag er búið að vera rosalega gott veður eða um 27 gráður.
Bið að heilsa öllum í bili.
Björn.